
Inngangur
Nokia Kaleidoscope I er ný gerð af myndabúnaði sem gerir notandanum kleift að
skoða samhæfar eftirlætismyndir í næði eða deila þeim með vinum og ættingjum.
Með ’sýndarskjánum’ er hægt að skoða myndirnar í gegnum litla linsu ofan á
tækinu sem lætur myndirnar virðast stærri.
Smæð Nokia Kaleidoscope I gerir að verkum að þægilegt er að taka myndirnar
með sér. Þrjár myndir eru vistaðar fyrirfram í Nokia Kaleidoscope I. Hægt er að
bæta nýjum myndum við úr samhæfum síma eða tölvu um þráðlausa IR-tengingu.
Einnig er hægt að nota Nokia Kaleidoscope I með samhæfu
margmiðlunarminniskorti (MMC) sem eykur geymsluplássið. Til dæmis er hægt að
skoða myndir sem voru teknar og geymdar í stafrænni myndavél.
Lesa skal þessa notendahandbók vandlega áður en Nokia Kaleidoscope I er notað.
Upplýsingar um MMC-kortið eru í fylgiskjölum þess.