Nokia Kaleidoscope I - ÖRYGGISATRIÐI

background image

ÖRYGGISATRIÐI

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Brot á reglum kann að vera hættulegt og getur varðað
við lög. Nánari upplýsingar er að finna í handbókinni.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja upp eða gera við símbúnað.

TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI

Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók með því vandlega,
einkum upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

ÖRYGGISAFRIT

Brýnt er að búa til öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum.

VATNSHELDNI

Nokia Kaleidoscope I er ekki vatnshelt. Halda skal tækinu þurru.

Ekki má beina innrauðum geisla að augum eða láta hann trufla önnur innrauð tæki.
Þetta tæki er leysitæki í flokki 1 (Class 1 Laser Product).

Aðeins má nota samhæf margmiðlunarkort (MMC) með þessu tæki. Önnur minniskort, eins
og SD (Secure Digital) passa ekki í MMC-kortaraufina og eru ekki samhæf við þetta tæki.
Notkun ósamhæfra minniskorta kann að skaða minniskortið og tækið og gögn á ósamhæfa
kortinu kunna að skemmast.

background image

5

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

■ Hleðslutæki og rafhlöður

Viðvörun! Reynið ekki að fjarlægja rafhlöðuna. Hafið samband við þjálfaða
þjónustuaðila þegar þörf er á að skipta um rafhlöðu.

Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Nokia
Kaleidoscope I er ætlað til notkunar með eftirtöldum hleðslutækjum: ACP-8 og ACP-12.

Viðvörun! Aðeins skal nota rafhlöður og hleðslutæki sem framleiðandinn hefur
samþykkt til notkunar með þessum tiltekna aukahlut. Ef notaðar eru aðrar gerðir
fellur niður öll ábyrgð og samþykki sem fylgir aukahlutnum, og slíkri notkun getur
fylgt hætta.

Seljandi tækisins veitir upplýsingar um rafhlöður og hleðslutæki sem samþykkt eru til
notkunar með því.

Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna og draga hana út, ekki leiðsluna.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

6